Raða eftir:
Montessori Tromla, snúningsleikfang úr FSC® vottuðum við
Falleg og vönduð Montessori tromla sem hvetur börn til að snerta, ýta, snúa og velta. Tromlan er með 5 litríkum hliðum og inni í henni er viðarkúla sem gefur frá sér mild hljóð þegar hún snýst.
Hún styrkir grip, jafnvægi, sjónræna skynjun, fullkomið leikfang til að hvetja börn til hreyfingar, að velta sér, lyfta sér og skoða heiminn.
Aldur: 12m+
Stærð: ca. 18 × 12 × 15 cm
Efni: FSC® 100% vottaður viður
Lyftari úr sterkum við!
Lyftarinn fer auðveldlega upp og niður með snúningshjóli og vörubrettið fylgir með. Gúmmíhjól tryggja mjúkan og hljóðlátan akstur, endingargóð hönnun býður upp á endalausan ímyndunarleik og þróun fínhreyfinga.
Stærð: ca. 24 × 7 × 17 cm
Vörubretti: ca. 11 × 8 × 2 cm
Aldur: 24 mánaða+
Skemmtilegt og fræðandi lagaskipt púsl úr við sem sýnir þroskaferli frosksins, frá eggi til Froskakóngs! Fullkomið til að þjálfa fínhreyfingar, rökhugsun og leikræna námsfærni.
Púslið inniheldur 3 mismunandi lög með mismunandi fjölda púslbita sem eykur áskorunina eftir því sem lengra er haldið.
Lag 1: 4 bitar
Lag 2: 6 bitar
Lag 3: 9 bitar
Stærð: ca. 15 × 15 × 1.5 cm
Aldur: 4+
Kennir jafnvægi og rökhugsun í gegnum leik!
Fallegur og fræðandi jafnvægisleikur úr FSC® vottuðum við, hannaður í anda Montessori-aðferðarinnar. Leikurinn samanstendur af jafnvægisbretti með númeruðum hólfum og 16 lituðum viðarkubbum sem eru misþungir og misstórir. Með því að stafla kubbunum samkvæmt meðfylgjandi kortum, eða jafnvel í frjálsri tilraun, læra börn um hlutföll, þyngdarpunkt og jafnvægi.
Frábært til að efla fínhreyfingar, samhæfingu augna og handa, þolinmæði og rökhugsun. Hentar bæði heima, í leikskóla og í iðjuþjálfun.
Innifalið:
16x Viðarkubbar
1x Jafnvægisbretti
6x Kennslukort
Ráðlagður aldur: 3ára +
2in1 verkfærakista frá Small Foot er sannkallað drauma tól fyrir litla smiði. Kistan virkar bæði sem geymsla og sem vinnubekkur. Börnin fá hamar, skrúfjárn, skrúflykil, fjölbreyttar skrúfur, rær og gataplötum.
Allir hlutirnir eru úr við og í fallegum litum sem höfða jafnt til allra kynja. Hægt er að skrúfa og smíða beint á kassann eða búa til hluti eins og kappakstursbíl, flugvél og flr. Fullkomið leikfang til að efla fínhreyfingar, lausnaleit og sköpunargleði.
Hugmyndabók fylgir með
Fyrir 3 ára og eldri
CE merkt og EN71-3 vottað
🐹 Naggrís úr við – fallegt dráttardýr sem hvetur til hreyfingar og leikgleði!
Gerðu pláss – hér kemur nýi besti vinur barnsins þíns! Þessi sæti naggrís úr náttúrulegum við er frábært dráttarleikfang fyrir þau yngstu. Hann hvetur börn til að skríða, taka fyrstu skrefin og þroska hreyfifærni sína á meðan þau hafa gaman.
🚶♀️ Hvetur til hreyfingar
🎯 Þjálfar grófhreyfingar og jafnvægi
🐾 Hljóðlát gúmmíhjól sem vernda gólf
🎁 Frábær gjöf fyrir börn
🪵 Gert úr endingargóðum, náttúrulegum við
🧡 Vinalegt bros og hlýleg hönnun
Snúran er 60 cm löng og auðveld fyrir lítil börn að toga dýrið með sér í ævintýri innanhúss. Fullkomin viðbót við tréleikföng heimilisins og ómissandi fyrir dýravini í mótun!
📐 Upplýsingar:
• Stærð: ca. 15 x 6 x 11 cm
• Efni: Viður og gúmmíhjól
• Aldur: 12 mánaða og eldri
• Vörumerki: Small Foot
• Vottun: ✅ CE votað
Klassískur Ludo leikur fyrir allt að 6 leikmenn!
Skemmtilegt samveruspil fyrir alla fjölskylduna.
Spilið er úr við
-leikborðið nýtist einnig sem geymsla undir spilið
Stærð:
26 x 24 x 1,5cm
Ráðlagður aldur:
4ára+
Fallegur kökustandur úr sterkum við
Búðu til þínar eigin bollakökur! Mismunandi bragðtegundir, rjómatoppur, ávextir og kökustandur.
-Þjálfar fínhreyfingar
-Æfir samhæfingu handa & augna
-Stuðlar að félagsfærni
Fullkomið í hlutverkaleikinn.
Nú geta börnin boðið böngsunum og dúkkunum upp á köku
Stærð:
Kökustandur - 28 x 18cm
Kökur - 4 x 5cm
Ráðlagður aldur:
3ára+
