Raða eftir:
Mjúkt og öruggt púsl úr BPA-lausu sílíkon sem hentar fullkomlega í vatni eða leik. Settið er úr úr 100% Food Grade sílíkoni i sem er lyktarlaust og eiturefnalaust.
Aldur: 12 mánaða+
Efni: BPA-laust, mjúkt sílíkon (food grade)
Kannaðu töfrandi heim norðurslóða!
Þetta fallega 50+ kubbasett úr FSC® vottuðum við færir polarbirni, seli, snæuglu og refi beint inn í leikinn, fullkomið fyrir litla arkitekta sem elska að byggja, stafla og skapa sínar eigin sögur.
Stærðir kubba:
Kassi u.þ.b.: 3 x 3 x 3 cm
Ferhyrningur u.þ.b.: 6 x 3 x 3 cm
Aldur: 12 mánaða+
Fallegt 50 stykkja viðarkubbasett í mjúkum pastel litum ásamt náttúrulegum, ómeðhöndluðum viðarkubbum. Fullkomið til að þjálfa fínhreyfingar, sköpunargáfu og ímyndunarafl barnsins. Í settinu eru sívalningar, teningar, bogadregnir kubbar, ferhyrningar og fleiri form, tilvalið til að læra um lögun og litróf.
Kubbarnir koma í endingargóðu geymslu íláti með loki sem auðveldar bæði tiltekt og flutning.
Stærðir:
Teningur: ca. 3 × 3 × 3 cm
Rétthyrningur: ca. 9 × 3 × 1,5 cm
Aldur: 12 mánaða+
Fallegt og náttúrulegt 50 stykkja kubbasett úr ómeðhöndluðum við sem hentar frá 12 mánaða aldri. Settið inniheldur fjölbreytta kubba í mismunandi formum, sívalninga, ferhyrninga, boga og turna, sem efla skapandi leik, ímyndunarafl og fínhreyfinga
Kubbarnir koma í þægilegum taupoka sem auðveldar geymslu og ferðalög.
Stærðir:
Kubbur (teningur): ca. 3 × 3 × 3 cm
Réttur kubbur: ca. 3 × 3 × 6 cm
Mjúk og örugg baðleikföng úr BPA-lausu sílíkon sem henta fullkomlega í bað, sundlaug eða úti í sumarleik. Settið inniheldur ljón, fíl, gíraffa og apa, úr 100% Food Grade sílíkoni i sem er lyktarlaust og eiturlaust.
Hægt er að opna leikföngin, sem gerir þrif og þurrkun auðveldari og kemur í veg fyrir myglu.
Stærð: ca. 8 × 5 × 7.5 cm
Aldur: 12 mánaða+
Efni: BPA-laust, mjúkt sílíkon (food grade)
Skemmtilegt sett af þremur flugvélum úr við.
Hver flugvél er með innbyggðum ''pull-back'' búnaði sem gefur hraða og spennu. Fullkomið til að æfa fínhreyfingar og skapa endalaust ímyndunarafl leikja.
Stærðir:
Flugvélar ca. 9,5 × 10 × 6 cm
Eldflaug ca. 9 × 5,5 × 5,5 cm
Aldur: 12 mánaða+
Stöðugur slökkviliðsbíll úr tré sem hentar fullkomlega fyrir litla slökkviliðsmenn! Bíllinn er með 360° snúanlega og útdraganlega stiga með körfu, sem gerir börnum kleift að bjarga fígúrum og leika fjölbreyttar björgunarsenur. Gúmmíhjól tryggja hljóðlátan akstur og endingargóða notkun. Eflir ímyndunarafl, hlutverkaleik og samhæfingu handa og augna.
Stærð: ca. 28 x 8 x 12 cm
Aldur: 24 mánaða +
Beltagrafa úr sterkum og endingargóðum við sem hentar fullkomlega litlum byggingaraðilum! Skóflan og armar hreyfast á tveimur stöðum og snýst 360° eins og á alvöru vinnuvél. Hjól undir gervibeltum gera vélina auðvelda í akstri en samt með útliti sem minnir á ekta beltagrafu. Varan býður upp á óendanlega leikmöguleika og hjálpar börnum að þjálfa fínhreyfingar, samhæfingu og skapandi hlutverkaleiki.
Stærð: ca. 23 × 10 × 13 cm
Hæð með upphækkaðri skóflu: ca. 23 cm
Aldur: 24 mánaða+
Öflugur slökkviliðsbíll úr hágæða við, fullkominn fyrir alla litla hetjur! Stiginn snýst 360°, er teygjanlegur og með öryggisgrindum og hreyfanlegri körfu. Gúmmíhjól tryggja hljóðlátan og mjúkan akstur, og fylgihlutir eins og slökkviliðsmaður, keilur og eldar gera leikinn enn skemmtilegri. Fullkomið leikfang til að æfa samhæfingu, hreyfifærni og sköpun í björgunarleik.
Stærð
Bíll: 42 x 17 x 20cm
Aldur: 24mán+
Sterkur og skemmtilegur kranabíll úr við sem hentar litlum byggingameisturum!
Kraninn snýst 360°, armurinn er stillanlegur og hægt er að hífa upp bretti með handkróknum. Gúmmíhjól tryggja hljóðlátan akstur og stöðugleika. Fullkomið leikfang til að æfa fínhreyfingar, samhæfingu og sköpunarhæfni.
Fyrir alla litla bíla og vinnuvélaaðdáendur.
Stærð
Kranabíll: 30 x 8 x 14cm
Vörubretti: 11 x 8 x 2cm
Aldur: 24mán+
Montessori Tromla, snúningsleikfang úr FSC® vottuðum við
Falleg og vönduð Montessori tromla sem hvetur börn til að snerta, ýta, snúa og velta. Tromlan er með 5 litríkum hliðum og inni í henni er viðarkúla sem gefur frá sér mild hljóð þegar hún snýst.
Hún styrkir grip, jafnvægi, sjónræna skynjun, fullkomið leikfang til að hvetja börn til hreyfingar, að velta sér, lyfta sér og skoða heiminn.
Aldur: 12m+
Stærð: ca. 18 × 12 × 15 cm
Efni: FSC® 100% vottaður viður
Lyftari úr sterkum við!
Lyftarinn fer auðveldlega upp og niður með snúningshjóli og vörubrettið fylgir með. Gúmmíhjól tryggja mjúkan og hljóðlátan akstur, endingargóð hönnun býður upp á endalausan ímyndunarleik og þróun fínhreyfinga.
Stærð: ca. 24 × 7 × 17 cm
Vörubretti: ca. 11 × 8 × 2 cm
Aldur: 24 mánaða+
Klassískt Montessori kúlubox úr FSC® vottuðum við sem kennir barninu „object permanence“ á leikandi hátt. Barnið sleppir kúlunni ofan í boxið og hún rúllar strax út aftur! Fullkomið fyrir að þjálfa gríp, hreyfifærni og einbeitingu.
Hentar 12 mánaða+ og örvar sjálfstæða leikgleði.
Stærð: ca. 15 × 15 × 14 cm
Skemmtilegur bíll úr sterkum við.
Með hreyfanlegri skóflulyftu, sem gerir börnum kleift að lyfta, færa og flytja litla hluti í leiknum. Gúmmíhjól tryggja mjúkan og hljóðlátan akstur, endingargóð hönnun heldur leiknum spennandi lengi. Fullkomin fyrir sköpunarleik og fínhreyfiþjálfun.
Stærð: ca. 21 × 7,5 × 10 cm
Aldur: 24 mánaða+
3D púsl úr FSC® vottuðum við.
Inniheldur 5 dýrafigúrur: fíll, sebra, ljón, tígrisdýr og krókódíl.
Þegar dýrunum er lyft heyrist rétta hljóðið þeirra, sem gerir reynsluna töfrandi fyrir litla hendur.
Stærð: ca. 21 × 21 × 6 cm
Efni: FSC® vottaður viður
Aldur: 12m+
Hljóð: Já (rafhlöður fylgja)
Stórt og fallegt 50 stk. kubbasett úr við með safari dýrum, formum og náttúrulegum litum. Fullkomið fyrir sköpun, ímyndunarafl og fínhreyfingar.
Kemur í geymsluíláti með loki.
Hentar frá 12 mánaða aldri.
Er lítill hjálparkokkur á heimilinu? Þá mælum við með þessu dásamlega setti frá Kiddikutter. Í settinu koma fjögur áhöld úr beyki ásamt standi.
Með settinu geta litlu hjálparkokkarnir búið til kartöflumús, hrært deig, bakað vöfflur eða hvað sem er!
Í settinu er sleikja, kartöflustappari, þeytari og fjölnota spaði. Allt sem hentar einstaklega vel fyrir litlar hendur sem eru að taka sín fyrstu skref í matargerð.
Settið er gert úr endingargóðum og vönduðum efnum.
Montessori púsl með fallegum dýramyndum og spegli úr FSC® vottuðum við.
Örvar fínhreyfingar, samhæfingu augna og handa, litaskyn og þolinmæði!
Inniheldur fjögur mismunandi form með gripi, auðvelt fyrir litlar hendur.
Undir hverju formi leynast glaðlegar dýramyndir af tígrisdýri, krókódíl og hlébarða og einn spegill.
Ráðlagður aldur: 12mánaða+
Ævintýralegt kubbasett úr FSC® vottuðum við í frumskógarþema!
50 stykki af viðarkubbum, inniheldur litríka og fallega hönnuð kubba með dýramyndum og jungle þema.
Hentar einstaklega vel í frjálsan leik
Dýramyndir og náttúruprentaðir kubbar
Örvar fínhreyfingar, ímyndunarafl og sögugerð
Ráðlagður aldtur: 12 mánaða og eldri
Fallegt formkubbahús úr FSC® vottuðum við, með litríkum dýramyndum og fimm mismunandi kubbum sem passa í rétt form. Barnið lærir að þekkja form og liti á leikrænan hátt, þjálfar fínhreyfingar og samhæfingu handa og augna.
Lokið á hliðinni gerir auðvelt að sækja kubbana og byrja aftur, frábær leikur sem heldur athygli barnsins! Handfangið á þakinu gerir auðvelt að taka með í ferðalagið.
Ráðlagður aldur: 12mánaða+
Sveitabær með fallegum dýravinum úr FSC® vottuðum við.
Litríkt og fallegt leikfang, fullkomið fyrir yngri börn til að æfa fínhreyfingar og samhæfingu augna og handa, örvar forvitni og leikgleði..
Þrjú dýr snúast í hjólinu.
Ráðlagður aldur: 12mánaða+
Stafl- og tannhjólaleikfang „Vinir úr frumskóginum“ úr FSC® vottuðum við.
Hjálpar börnum að æfa fínhreyfingar á skemmtilegan hátt. Þrír dýra vinir, fílinn, tígrisdýrið og pandan. Þegar eitt tannhjól snýst, snúast hin líka – töfrandi áhrif sem börnin elska!
Þróar fínhreyfingar, rökhugsun, samhæfingu handa og augna ásamt skilning á formum.
Ráðlagður aldur: 12mánaða+
12 Fallegir montessori jafnvægissteinar úr FSC® vottuðum við, tilvalið fyrir börn til að þróa fínhreyfingar, einbeitingu og skapandi hugsun á leikrænan hátt. Inniheldur 12 mismunandi steina með óreglulegum hliðum og mjúkum brúnum sem eru hannaðir til að passa fullkomlega í litlar hendur. Steinar sem hægt er að stafla, flokka, telja og leika með á óteljandi vegu.
Ráðlagður aldur: 12mánaða +
Safari viðarpúsl með 7 stórum púslbitum og dýrahljóðum.
Fjölbreytt og skemmtilegt hljóðpúsl úr FSC® vottuðum við fyrir börn frá 12 mánaða aldri. Þegar púslbitunum er lyft, heyrist raunverulegt hljóð viðkomandi dýrs, sem kveikir forvitni og gleði hjá yngstu börnunum. Þjálfar fínhreyfingar, einbeitingu og skilning á meðan þau leika sér.
Stærð: 30 x 22 x3 cm
Rafhlaða fylgir!
Ráðlagður aldur: 12 mánaða +
Montessori kennslu leikfang.
Fallegur flokkunarkassi úr FSC® vottuðum við, hannaður til að örva fínhreyfingar, rökhugsun og skilning á lögun, litum og reglu. Með 6 lita kubbum og 3 skúffum geta börn raðað og parað form á skemmtilegan og lærdómsríkan hátt. Skúffurnar styðja einnig við skilning á „object permanence“ að hlutir eru til, jafnvel þótt þeir sjást ekki.
Fullkomið leikfang fyrir börn 12 mánaða og eldri, bæði heima og í leikskólum.
Stærð: 28 x 12 x 8,5 cm
Ráðlagður aldur: 12 mánaða+
Vandað flokkunarkassi úr FSC® vottuðum við.
Þroskandi leikur í anda Montessori.
Kassinn kemur með þremur mismunandi lokum sem hver um sig hvetur til ólíkra þroskaþátta, hvort sem verið er að setja form eða liti í rauf.
Þjálfar fínhreyfingar, samhæfingu handa og augna. Þekkingu á formum, litum og rökhugsun. Eykur skilning á „object permanence“ /að hlutir hverfa ekki þó þeir sjáist ekki lengur.
Stærð: 14 x 14 x 7,5 cm
Ráðlagður aldur: 12 mánaða +
Dráttardýr úr FSC® vottuðum við
Fyrstu skrefin verða enn skemmtilegri með þessu fallega tígrisdýri.
Tígrinn er sveigjanlegur og hreyfist líflega þegar hann er dreginn, með mjúkhúðuðum dekkjum sem rúlla hljóðlega á öllum gólfum. Þetta trausta leikfang styður við hreyfiþroska og samhæfingu, og gleður lítil dýravin með hlýlegri hönnun og glaðlegu andliti.
Stærð: ca. 20 x 9 x 14 cm
Ráðlagður aldur: 12 mánaða og eldri
Hristur úr við með býflugu og maríubjöllu.
Litlar fallegar viðarhristur með mjúkum pastellitum og krúttlegum dýramyndum, tilvalið fyrir fyrstu tónlistarupplifanir barnsins. Léttar, með hringlaga handfangi sem passar vel í litlar hendur og henta vel frá fæðingu.
Hristurnar styrkja fínhreyfingar, samhæfingu og hljóðskynjun.
Þetta fallega skynjunarleikfang fyrir börn og ungabörn er bæði sjón og hljóðörðvandi.
- innblásið af Montessori uppeldisaðferðinni
Stærð:
19 x 5,5cm
Ráðlagður aldur:
6mánaða +
Gleði og leikur í jólaandanum!
snjókarl, jólatré eða jólasveinn, öll búin til úr við sem hægt er að raða saman. Fullkomið sem skemmtilegt jóladót eða litlar gjafir frá jólasveininum eða í aðventudagatal eða pakkaleik.
Leikurinn eflir fínhreyfingar, einbeitingu og skilning á stærðum og lögunum og passar jafnframt sem jólaskraut!
Ráðlagður aldur: 12+ mánaða
Stærð: 5 x 5 x 13 cm
Litla kanínan er lasin, getur þú hjálpað?
Sæt kanína ásamt fallegum fylgihlutum úr við, barnið fær að hjúkra mjúkri kanínu með dýralæknatösku fulla af fylgihlutum.
Röntgenplötur, kragi, sprauta, pincetta og fleira sem gerir hlutverkaleikinn spennandi og raunverulegan.
Allt kemur í mjúkri tösku sem er auðvelt að taka með í heimsókn.
Hentar vel fyrir börn sem elska að sinna dýrunum sínum og nota ímyndunaraflið í leik.
Ráðlagður aldur: 3 ára +
